Foreldrastarf í Álftamýrarskóla

Velferð barna og farsæl námsframvinda byggist ekki síst á því að foreldrar styðji við skólagöngu barna sinna og gæti hagsmuna þeirra í hvívetna, eigi gott samstarf við skóla, veiti skólanum viðeigandi upplýsingar og taki þátt í námi barna sinna og foreldrastarfi frá upphafi til loka grunnskóla. Upplýsingagjöf milli heimila og skóla og samráð kennara og foreldra um nám og kennslu er mikilvæg forsenda fyrir árangursríku skólastarfi. Skólar bera ábyrgð á að slíkt samstarf komist á og því sé viðhaldið alla skólagöngu barnsins. Virk hlutdeild og þátttaka foreldra í námi og starfi barna sinna er forsenda þess að foreldrar geti axlað þá ábyrgð sem þeir bera á farsælu uppeldi og menntun barna sinna. Í hverjum skóla er starfrækt foreldrafélag, foreldraráð eða skólaráð.

Foreldrafélag Álftamýrarskóla

Við Álftamýrarskóla starfar öflugt foreldra félag sem hefur það að markmiði að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla.  Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð. Stjórn félagsins hefur einnig náið samstarf við stjórnir foreldrafélaga annarra grunnskóla í Laugardal og Bústaðahverfi og á fulltrúa í SAMFOK. Foreldrafélagið nýtur ekki fastra styrkja en aflar fjár með innheimtu félagsgjalda og ýmsum öðrum fjáröflunarleiðum. 

Teikning af hópi fólks.

Stjórn foreldrafélags 2025-2026

Hilmar Friðrik Árnason, formaður stjórnar

Gunnar Sigurðsson, gjaldkeri

Hjörtur Birgir Jóhönnudóttir, ritari

Aasmund Ruröy

Antony Costanzo

Inga Huld Tryggvadóttir

Hlutverk og markmið foreldrafélags Álftamýrarskóla

  • að styðja við skólastarfið
  • stuðla að velferð nemenda skólans
  • efla tengsl heimilis og skóla
  • hvetja til virkrar þátttöku forráðamanna í skólastarfi
  • hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu
  • Stjórn foreldrafélagsins gerir sér verkefnaskrá fyrir hvert ár og er hún birt á heimasíðu skólans þegar hún er tilbúin. Nöfn og netföng verða færð inn eftir aðalfund foreldrafélagsins í haust.
  • Nánari upplýsingar um foreldrafélag Álftamýrarskóla

Handbók foreldrafélaga grunnskóla

Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða. 

Hafa samband

Netfang foreldrafélags:

foreldrafelag.alftamyrarskola@gmail.com

Bekkjarfulltrúar

Bekkjarfulltrúar:

  • eru tengiliðir við stjórn foreldrafélagsins. 

  • allra bekkja mynda fulltrúaráð foreldrafélagsins og funda með stjórn þess minnst einu sinni fyrir áramót og einu sinni eftir áramót til að samræma störf og til að fá yfirsýn yfir foreldrastarfið í skólanum. 

  • hafa frumkvæði að því að kalla eftir bekkjarsamkomu en bera ekki einir ábyrgð á framkvæmd hennar.

  • bera ábyrgð á að virkja með sér aðra foreldra til að manna þær rölthelgar sem bekknum er úthlutað.

  • geta leitað til foreldrafélagsins með hvað sem er.

  • Skoða bekkjarfulltrúa eftir árgöngum