Skólinn
Álftamýrarskóli er heildstæður grunnskóli þar sem starfa 420 nemendur í 1.-10. bekk og um 60 starfsmenn.
Í Álftamýrarskóla er nemandinn í brennidepli, líðan hans og þarfir. Stefnt er að því að nemendur njóti náms í hvetjandi umhverfi sem virkjar frumkvæði þeirra, hugvit og sköpun. Með það markmið í huga er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám þar sem boðið er upp á sveigjanlega náms- og kennsluhætti svo að hver og einn nemandi fái nám við sitt hæfi
Við leggjum mikla áherslu á gott samstarf við foreldra en það samstarf er lykillinn að farsælu skólastarfi og velgengni nemenda. Skólinn er teymiskennsluskóli og leggur áherslu á byrjendalæsi og leiðsagnarnám. Við byggjum uppeldisstefnu okkar á uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar.
Frístundaheimilið Álftabær er fyrir börn í 1.-4. bekk í Álftamýrarskóla og félagsmiðstöðin Tónabær býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga.
Stjórnendateymi
- Skólastjóri er Hanna Guðbjörg Birgisdóttir
- Aðstoðarskólastjóri er Guðni Kjartansson
- Deildarstjóri stoðþjónustu er Svanhildur Einarsdóttir
- Námsráðgjafi er Hildur Ýr Gísladóttir
Skólastarfið
Starfsáætlun
Hvað er framundan í Álftamýrarskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira.
Skólanámskrá
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Álftamýrarskóla? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í námi og starfi.
Skólareglur
Í Álftamýrarskóla leggjum við metnað í að byggja upp jákvæðan skólabrag. Við gerum væntingar til nemenda, viljum að þeir nái árangri í leik og starfi en nýtum mistök sem tækifæri til þess að læra af þeim.
Leikreglurnar okkar eru hjálpartæki sem aðstoða okkur við að muna hvernig skólabrag við viljum hafa.
Matur í grunnskólum
Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.
Þeir nemendur sem voru skráðir í fyrra verða sjálfkrafa skráðir í áskrift en aðrir þurfa að skrá sig. Breyting á skráningu fer fram á matur.vala.is.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.
Skólaráð
Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Meginhlutverk skólaráðs að vera vettvangur fyrir alla fulltrúa skólasamfélagsins til að eiga samráð um málefni skólans.
Nemendafélag
Samkvæmt lögum um grunnskóla skal starfa nemendafélag við grunnskóla og er öflugt nemendafélag í Álftamýrarskóla. Nemendafélagið vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og sitja fulltrúar þess í skólaráði.
Mat á skólastarfi
Hér getur þú skoðað niðurstöður innra mats Álftamýrarskóla og umbótaáætun sem unnin var í kjölfari. Skólinn lhefur ekki farið í ytra mat síðan hann varð Álftamýrarskóli aftur (eftir Háaleitisskóla).
Skólahverfi Álftamýrarskóla
Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Álftamýrarskóli er hverfisskóli fyrir íbúa við eftirtaldar götur:
Álftamýri, Ármúla, Fellsmúla, Grensásveg frá 22, Háaleitisbraut, Lágmúla, Safamýri, Síðumúla og Starmýri.