Skólaráð Álftamýrarskóla
Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið áður en endaleg ákvörðun um þær er tekin. Í starfsáætlun eru fjórir fastir á fundir skólaráðs en að auki er ráðið kallað saman ef upp koma mál sem nauðsynlegt þykir að bera undir það og fjalla um. Fundirnir hefjast alltaf kl. 8:30 og standa í klukkustund. Nemendur geta alltaf sent inn fulltrúa á fundi skólaráðs og fyrirspurnir ef fulltrúar þeirra komast ekki á fundina.
Fulltrúar skólaráðs 2024-2025
Fulltrúar kennara: Gyða Lóa Ólafsdóttir, umsjónarkennari
Fulltrúar nemenda: Fulltrúar frá nemendafélagi/unglingaráði
Fulltrúi starfsmanna: Hildur Ýr Gísladóttir, námsráðgjafi
Fulltrúar foreldra: Sigríður Sigmarsdóttir og Lilja Rut Bech Hlynsdóttir
Til vara: Áheyrnarfulltrúi frá foreldrafélagi
Fulltrúi grenndarsamfélagsins: Indíana Björk Birgisdóttir, forstöðumaður Tónabæ
Skólastjórnendur:
Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri
Guðni Kjartansson, aðstoðarskólastjóri